Umhverfis- og skipulagsnefnd

69. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:04 - 10:04

69. fundurumhverfis- og skipulagsnefndar

haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, fimmtudaginn 22. mars 2012 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa

Skúladóttir, Svanur Tómasson, Sturla Fjeldsted,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

1. 1107002 - Deiliskipulag Rjúkandavirkjunar, Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Deiliskipulagið hefur verið auglýst og engar athugasemdir bárust. Farið er fram á að deiliskipulagið verið sent til samþykktar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagið verði sent skipulagsstofnunar til yfirferðar.

2. 1203005 - Deiliskipulag fyrir Nes, land úr Bárðarbúð.

Birgit Guðjónsdóttir óskar eftir að nýtt deiliskipulag fyrir landið Nes á Hellnum verði samþykkt til auglýsingar. Fyrirhugað er að reisa Íbúðarhús og útihús á landinu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt skipulagslögum.

3. 1203001 - Ólafsbraut 54 ósk um breytta notkun á bílskúr.

Hanna Barbara Kapszukiewicz óskar eftir leyfi til að setja upp verslu í bílskúr sínum við Ólafsbraut 54.

Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu á þeim rökum að húsið er á íbúðarhúsasvæði í aðalskipulagi Snæfellsbæjar og heimilar það ekki að sett verði upp verlsun á íbúðarsvæði.

Drífa og Sturla viku af fundi meðan á afgreiðslu stóð.

4. 1203002 - Brautarholt 3 ósk um leyfi til að breyta gluggum á húsi.

Guðlaugur Gunnarsson sækir um leyfi til að breyta gluggum á húsi sínu samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

5. 1203010 - Dalbraut 5, Orkuasalan óskar eftir byggingarleyfi.

Garðar Briem fyrir hönd Orkusölunar óskar eftir leyfi til að byggja yfir 3 spenna við Dalbraut 5 samkvæmt meðfylgjandi teikningum dagsettum:16.01.2012.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

6. 1203009 - Kjarvalströð 14, Umsókn um samþykktar reyndarteikningar.

Erla B. Gunnarsdóttir óskar eftir að reyndarteikningar fyrir Kjarvalströð 14 verði samþykktar. Teikningar sagsettar 09.08.2012

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

7. 1203008 - Dyngjubúð 2, ósk um byggingarleyfi fyrir skýli.

Karl Eggertsson óskar eftir leyfi til að byggja skýli við inngang við Dyngjubúð 2 samkvæmt teikningum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

8. 1203004 - Hafnarbakki Rifi fyrirspurn vegna byggingarleyfis.

Rögnvaldur Ólafsson óskar eftir afstöðu nefndarinnar vegna fyrirhugaðarstækkunar við Hafnarbakka Rifi samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Ennfremur óskar hann eftir leyfi til að breyta útliti norður hliðar hússsamvkæmt meðfylgjandi gögnum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið, óskar eftir frekarigögnum um málið. Einnig að húsið verði allt teiknað upp og samræmt við lög og reglur.

9. 1203003 - Fyrirspurn vegna stækkunar að Hótel Búðum.

Kári Eiríksson hönnuður óskar eftir afstöðu nefndarinnar vegna innsendra teikningar þar sem hugmyndir eru um stækkun Hótel Búða. Málið hefur verið sent Umhverfisstofnun til umsagnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt erindið.

10. 1203006 - 6 gr. samþykktar um gatnagerðargjöld fyrir þéttbýli á Arnarstapa.

Heimild til lækkunar gatnagerðargjalda samkvæmt 6 gr. samþykktar um gatnagerðargjöld fyrir þéttbýli á Arnarstapa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt erindið og tekur nefndin jákvætt í málið.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:49

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?