Umhverfis- og skipulagsnefnd

74. fundur 26. júlí 2016 kl. 09:58 - 09:58

UMHVERFIS- OG SKIPULAGNEFND SNÆFELLSBÆJAR

Umhverfis og skipulagsnefnd 7474. fundur umhverfis og skipulagsnefndar haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, þriðjudaginn 30. október 2012 og hófst hann kl. 12:00.

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason Formaður, Bjarni Vigfússon Nefndarmaður, Pétur Steinar

Jóhannsson Nefndarmaður, Drífa Skúladóttir Nefndarmaður, Sturla Fjeldsted

Varamaður og Svanur Tómasson Embættismaður.

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson, Byggingarfulltrúi.

Dagskrá:

1. 1210009 - Hellisbraut - 7 Jófríður Magnúsdóttir óskar eftir breyttri stærð lóðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

2. 1209001 - Grundarbraut 16, umsókn um stækkun á lóð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að lóðarhafi við Grundarbraut 16 verði boðið stækkun á lóð sem nemur 3 m, en einungis sem nemur stærð húss, stækkun þessi dugar fyrir einn bíl og verði lóðarhafi að ganga frá þeirri stækkun í samræmi við óskir byggingarfulltrúa og fyrir ákveðin tímamörk.

3. 1205008 - Skólabraut 10, sótt er um stækkun á lóðinni. Fyrir liggja lóðaruppdrættir af svæðinu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að veita lóðarhöfum við Skólabraut 10, 4m stækkun á lóð til vesturs.

4. 1002008 - Smiðjugata 6 og Melnes 7, tillaga að aðkomu að lóðum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar byggingarfulltrúa falið að vinna áfram í málinu.

5. 1210010 - Ólafsbraut 82, Rarik. Í skoðun breytt lóðarstærð fyrir lóðina.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að lóðarstærð fyrir Ólafsbraut 82 verði í samræmi við áður samþykkt deiliskipulag.

6. 1204004 - Hótel Búðir, fyrirspurn um breytingu á skipulagi vegna stækkunar á hóteli.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar tekur jákvætt í málið og heimilar að gerð verði tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið.

7. 1209002 - Ósk um breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar Hellnar í samræmi við áður samþykkt deiliskipulag fyrir frístundarlóð í landi Gíslabæjar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar frestar erindinu meðan frekari gagna er aflað.

8. 1107002 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Rjúkandavirkjunar, Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

9. 1203005 - Deiliskipulag fyrir Nes, land úr Bárðarbúð. Skipulagið hefur verið auglýst og engar athugasemdir bárust.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

10. 1209011 - Gröf Breiðuvík. Sótt er um leyfi til að virkja Grafará, að setja upp allt að 40 kw virkjun.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að málið verði sett í skipulagsferill.

11. 1210001 - Engihlíð 8_ Sótt er um leyfi fyrir útlitsbreytingar á eigninni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

12. 1210005 - Keflavíkurgata 9. Umsókn um breytingu á glugga og smíði á verönd.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

13. 1210006 - Klifbraut Rarik. Umsókn um nýtt spennistöðvarhús á lóð þeirra við Klifbraut.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

14. 1210011 - Sölvaslóð 1. Kæra v.ákvörðunar um að fjarlægja gám.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar var kynnt málið og byggingarfulltrúa falið að senda ÚUA þær upplýsingar sem óskað er eftir.

15. 1210007 - Rauðskriðumelur 137786 Byggingarframkvæmdir í óleyfi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar var kynnt málið og honum falið að fylgja því eftir að gögnum verði skilað.

16. 1210012 - Sölvaslóð 1_dagsektir á gám sem er á lóð án stöðuleyfis.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

17. 1205006 - Önnur mál Umhverfisnefndar Snæfellsbæjar.

Skólabraut 9 Hellissandur, málið var kynnt dagsektir eru í lögfræði innheimtu.

Grundarbraut 1 Ólafsvík, málið var kynnt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:26.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?