Umhverfis- og skipulagsnefnd

75. fundur 26. júlí 2016 kl. 09:55 - 09:55

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 7575. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn  í Ráðhúsi Snæfellsbæjar,miðvikudaginn 5. desember 2012

og hófst hann kl. 11:00.

 

  Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason Formaður, Bjarni Vigfússon Nefndarmaður, Pétur Steinar Jóhannsson Nefndarmaður, Drífa Skúladóttir Nefndarmaður, Svanur Tómasson Embættismaður og Sturla Fjeldsted Varamaður.

 

Fundargerð ritaði:  Smári Björnsson, Byggingarfulltrúi.

 

 

Dagskrá:

 

1. 1211007 - Fróðárfjara_Umsókn um leyfi til efnistöku og breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar því samfara.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar frestar erindinu.

Fyrir liggur umsögn UST um erindið þar sem bent er á að fjaran liggi innan svæðis nr. 223 á náttúruminjaskrá og telur ust vafasamt að það svæði sem hér um ræðir þoli langvarandi efnistöku af þeirri stærðargráðu sem hér er líst. Leggur ust til að leitað verði álits þar til bærra sérfræðinga á því hvort hætti stafi af fyrirhugaðri efnistöku úr Fróðárfjöru.

Vísar nefndin því málinu aftur til umsækjenda og óskar eftir frekari álits sérfræðinga í samræmi við óskir ust og samvinnu við stofnunninna.

 

2. 1209002 - Ósk um breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar Hellnar í samræmi við áður samþykkt deiliskipulag fyrir frístundarlóð í landi Gíslabæjar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar hefur áður fjallað um málið og frestaði því þá og óskaði eftir frekari gögnum um málið, nú liggja þau fyrir. Samkvæmt þessum gögnum þá er deiliskipulagið í gildi og staðfestir nefndin það. Hvað varðar breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið tekur nefndin jákvætt í það en vill að sú breyting verði skoðuð í samvinnu með landeigenda.

 

3. 1211002 - Hellisbraut 20. Umsókn um leyfi til breytinga á húsnæðinu Hellisbraut 20.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar hafnar erindinu á þeim rökum að húsnæðið er skilgreint sem iðnaðarhúsnæði á aðalskipulagi. Ennfremur byggir nefndin einnig svar sitt á úttektum eldstoða á húsnæðinu þar sem kemur fram að margt sé enn óklárað hjá húseigand af þeirra kröfum og var umrædd teikning send til umsagnar þeirra á málinu og óskar eldvarnareftirlitið eftir brunatækilegri úttekt á byggingunni.

 

4. 1211005 - Engihlíð 28_Umsókn um byggingarleyfi
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

5. 1211006 - Furubrekka_Umsókn um byggingarleyfi
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

6. 1212001 - Furubrekka_Umsókn um byggingarleyfi_vélageymsla
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

7. 1212002 - Sölvaslóð 1_Umsókn um byggingarleyfi f. 105 m2 hús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar frestar erindinu meðan úrskurður UST er skoðaður frekar.

 

8. 1211008 - Sölvaslóð 1_úrskurður vegna kæru um synjun um byggingarleyfi frá ÚUA dagsett 16.08.2012
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar var kynntur úrskurður UST dagsettur 22.11.2012

 

9. 1212003 - Ólafsbraut 19_verslun í húsnæði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið þegar fyrir liggur samþykki meðeigenda í húsi.

 

10. 1211009 - Skólabraut 9_niðurrif á húsi
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

11. 1211001 - Brautarholt 7_ núverandi eigandi óskar eftir að verði færð í fyrrahorf vegna ólögmætar leyfis veitingar árið 2003.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar var kynnt erindið frá núverandi húseigenda Brautarholt 7 neðri hæð. Einnig liggur fyrir álit lögfræðings varðandi málið og þar segir að "í apríl 2003 voru Jóngeir Magnússon og Guðrún H. Pétursdóttir skráðir og þinglýstir eignedur eignarinnar. Samkvæmt 1.mgr. 22. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 er skráður eigandi fasteignar sá sem hefur þinglýsta eignarheimild hverju sinni. Samkævmt 1.mgr. 25.gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 hefur sá þinglýsta eignarheimild sem þinglýsingarbók nefnir eiganda á hverjum tíma. Með vísan til þessa tel ég að afgreiðsla á umræddu erindi varðandi eignina í mars 2003 hafi verið rétt." Nefndin samþykkir álit lögfræðings á málinu og felur byggingarfulltrúa að svara húseiganda.

 

12. 1006019 - Fossabrekka 23 - Byggingarleyfi sem nefndin samþykkti þann 31.08.2010 hefur aldrei verið gefið út þar sem gjöld hafa ekki verið greidd.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar var kynnt bréfið frá Nesbyggð og leggur til að honum verði veitt frestur til 1.mars 2013 til að fjarlægja allt það efni sem er á svæðinu en ljóst þykir að ganga verður vel frá öllu því efni sem er á svæðinu svo ekki verði fokhætta af völdum þess.

 

13. 1211004 - Gjaldskrá byggingarleyfisgjalda
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

14. 1210012 - Sölvaslóð 1_dagsektir á gám sem er á lóð án stöðuleyfis.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir að lagðar verði 10.000 kr,- dagsektir á gám við Sölvaslóð 1 í samræmi við vinnuferil mála hjá byggingarfulltrúa og byggingarreglugerð.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:52

 

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?