Þrjú korter af tungli

Stundum eigum við okkur korter Segir Ólöf.
 
Við gefum okkur korter fyrir tilfinnigalífið, gleðina, sorgina, grimmdina, gæfuna.
 
Við gefum okkur korter til að taka okkur saman í andlitinu, skammast okkar eða hlúa að sárum okkar, heila okkur til að við getum gefið okkur korter til að taka ákvörðun og sá fræjum.
 
Fræjum í sköpunina fyrir fullmótaða sýningu. Sýningu tilbrigða við ofangreind þrjú korter, þar sem Ólöf vinnur tlfinningatilbrigði sín að fullu tungli í málverk. Ólöf er þekkt fyrir sín umbúðalausu kraftmiklu málverk sem eru á mörkum hins figúratíva og frjálsrar absraktsjónar þar sem hin lausbeislaða tjáningarríka pensilskrift hennar spriklar um myndflötinn í hverfulum dansi angistar og gleði.
 
Ólöf Björg Björnsdóttir er fædd árið 1973 í Reykjavík, hún býr og starfar í gömlu Álafossverksmiðjunni í Mosfellsbæ. Hún útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Ólöf Björg hefur haldið fjölda sýninga á ferli sínum hér heima og erlendis.
Getum við bætt efni þessarar síðu?