Þjóðhátíðardagurinn 17. júní
17. júní
Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verður að vanda haldinn hátíðlegur í Snæfellsbæ.
Allir ættu að geta fundið skemmtun við hæfi og eru íbúar hvattir til að gera sér glaðan dag með fjölskyldu og vinum.
-
Dagskrá:
8:00 Íslenski fáninn dreginn að húni
10:00 Opið hús í reiðhöllinni
Hesteigendafélagið Hringur teymir undir börnum frá 10:00 - 11:00.
11:00 Landsbankahlaup
Hefst við Landsbankann í Ólafsvík. Öllum velkomið að taka þátt. Ís í boði að loknu hlaupi.
- 5 ára og yngri hlaupa 500m
- 6 - 8 ára hlaupa 1,3 km
- 9 - 11 ára hlaupa 2,5 km
- 12 - 16 ára hlaupa 3,5 km
11:45 Skrúðganga
12:00 Hátíðardagskrá í Sjómannagarðinum í Ólafsvík
- Kynnir: Halldóra Unnarsdóttir
- Setning hátíðar: Kristfríður Rós Stefánsdóttir
- Ávarp fjallkonu
- Helgistund: Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir
- Ræða nýstúdents: Davíð Svanur Hafþórsson
- Tónlistaratriði
- Menningarverðlaun Snæfellsbæjar
Andlitsmálning, nammi og blöðrusala á vegum Unglingadeildar Drekans.
Forsætisráðuneytið býður upp á köku í tilefni af 80 ára afmæli Lýðveldisins og bókinni Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær verður dreift endurgjaldslaust á meðan birgðir endast.
12:00 Pakkhúsið í Ólafsvík
Opið á listasýningu Vagns Ingólfssonar í Pakkhúsinu frá kl. 12:00 - 18:00. Kvenfélag Ólafsvíkur verður með kaffisölu á milli 14:00 - 16:30.
13:00 Blómaganga um Búðahraun með Snæfellsjökulsþjóðgarði
Í tilefni 80 ára afmælis Lýðveldisins og 30 ára afmælis Snæfellsbæjar býður Snæfellsjökulsþjóðgarður gestum í blómagöngu um Búðahraun í fylgd landvarðar.
13:30 Kaffiboð á Hótel Búðum
Rjúkandi kaffi, heitt súkkulaði, gos og ilmandi vöfflur frá kl. 13:30 - 16:00.
Gleðilega hátíð, kæru íbúar!