Sandara- og Rifsaragleði
9-12 júlí
Hellissandur og Rif
Sandara- og Rifsaragleði er haldin annað hvert ár (þegar ártal endar á sléttri tölu) til móts við Ólafsvíkurvöku. Hátíðin er oftast haldin aðra helgina í júlí. Athugið að dagsetningin í viðburðadagatali Snæfellsbæjar er auglýst með þeim fyrirvara að engin breyting verði á þeim háttum.
Á hátíðinni er lagt mikið upp úr fjölbreyttri og vandaðri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hverfum er skipt upp eftir litum og keppt í hinum ýmsu greinum áður en íbúar sameinast í götugrill, brekkusöng og á skemmtilegum viðburðum. Hátíðin kallar brottflutta vestur og er fjölskyldufólk sérstaklega velkomið á Hellissand og Rif enda dagskrá ævinlega fjölbreytt og fjölmargt í boði fyrir alla aldurshópa.