Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur

Leikfangahappdrætti Lionsklúbbanna eru óneitanlega fastur liður í jólahaldinu hér í Snæfellsbæ og á fjölda heimila má segja að jólin komi ekki fyrr en farið hefur verið í Klif eða Röstina með nokkra miða í hönd og eftirvæntingu í farteskinu.

Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur verður haldið á aðfangadagsmorgun og hefst kl. 11:00 í Klifi í Ólafsvík.

Getum við bætt efni þessarar síðu?