Jólaljós tendruð í Snæfellsbæ

Allir bæjarbúar eru velkomnir að eiga notalega stund sunnudaginn 3. desember, fyrsta sunnudag í aðventu, þegar jólaljós verða tendruð á jólatrjám á Hellissandi og í Ólafsvík.

  • Á Hellissandi verða ljósin tendruð kl. 16:00.
  • Í Ólafsvík verða ljósin tendruð kl. 17:30.

Jólaljósin tendruð, jólasveinar koma í heimsókn, lifandi tónlist, dansað í kringum jólatré og ýmislegt skemmtilegt.

Velkomin í huggulega fjölskyldustund í aðdraganda jóla.

Gleðilega hátíð!

Getum við bætt efni þessarar síðu?