Bjórhlaup Útgerðarinnar

Bjórhlaup á Hellissandi
 
Fram undan er bæjarhátíðin Sandara- og Rifsaragleði og í tilefni af því höldum við fyrsta bjórhlaupið á Hellissandi nk. fimmtudag ?
 
Keppendur hlaupa eina bjórmílu um Hellissand (1,6 km) og verða fjórar drykkjarstöðvar á leiðinni.
 
Tilvalið fjör fyrir gesti, vinahópa og vinnustaði.
 
Við hvetjum fólk til að koma í sínum hverfalitum og keyra hátíðina í gang áður en skemmtikvöld K100 byrjar í félagsheimilinu.
 
Ath. það er nauðsynlegt að skrá sig svo nægar veigar verði á boðstólnum. Skráning: https://forms.gle/xBguivYndeV64TGB7
Getum við bætt efni þessarar síðu?