Opinn fundur um Snæfellsnes sem UNESCO vistvang
Snæfellsjökulsþjóðgarður og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes bjóða til opins fundar um Snæfellsnes sem UNESCO vistvang.
Fundurinn er haldinn í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi mánudaginn 20. október kl. 9:30. Athygli vakin að fundurinn er einnig á Teams.
Á fundinum verða tvö erindi:
Hvaða þýðingu hefur UNESCO viðurkenningin fyrir Snæfellsnes?
Ragnhildur Sigurðardóttir, þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði og formaður stýrihóps um umsókn Snæfellsness til UNESCO.
UNESCO Biosphere Reserves as a driver of sustainable communities
Jean-Michel L. Messier, framkvæmdastjóri Manicouagan-Uapishka UNESCO vistvangsins í Kanada.
Á fundinum verður opið fyrir spurningar og umræður.
Einnig er hægt að fylgjast með fundinum á Teams. Skráning á fjarfund fer fram í gegnum netfangið svaedisgardur@snaefellsnes.is.