Glæsileg dagskrá Barnamenningarhátíðar Vesturlands í Snæfellsbæ
Barnamenningarhátíð Vesturlands (Barnó - Best Mest Vest) stendur yfir frá 9. október - 14. nóvember 2025.
Barnó er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands, nýtur stuðnings frá Barnamenningarsjóði Íslands og hefur það aðalmarkmið að börn skapi, njóti og taki virkan þátt í fjölbreytilegum menningarviðburðum.
Hér að neðan má sjá glæsilega dagskrá Barnó í Snæfellsbæ. Vinsamlega athugið að dagskrá er auglýst með fyrirvara um breytingar og nánari lýsingu fyrir viðburði verður bætt við þegar nær dregur.
Dagskrá í Snæfellsbæ:
26. október - Barnó í Þjóðgarðinum. Snæfellsjökulsþjóðgarður.
28. október - Sirkussýningin Hringleikur kl. 17 í Félagsheimilinu Klifi.
Glænýja tveggja manna sirkussýningu sem heitir Shjówmenn og fjallar um tvo trúða að takast á við lífið á sjó í gegnum sirkuslistir.
29. október - Leitin að regnboganum frá kl. 16 - 18 í Félagsheimilinu Klifi.
Menningarnefnd stendur að þessum viðburði. Leitin að regnboganum er dans- og tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára.
29. október - Litadýrð Jökulsins – Félagsmiðstöðin Afdrep frá kl. 16:30 – 18:00.
29. október - Tónlistarsmiðja – Félagsmiðstöðin Afdrep frá kl. 16:30 – 18:00.
29. október - Ljósagull (Húlladúlla).
30. október - Hrekkjavökuball í Grunnskóla Snæfellsbæjar fyrir yngsta + miðstig frá kl. 16-17 og 17:30-19:30.
30. október - Hrekkjavaka í Pakkhúsinu frá kl. 16 – 18.
Menningarnefnd Snæfellsbæjar og Smiðjan höndum saman og umbreyta Pakkhúsinu í sannkallaðan draugabæ!
30. október - Eldlistasýning.
31. október - Litadýrð Jökulsins – Félagsmiðstöðin Afdrep frá kl. 14:30 – 16:30.
31. október - Tónlistarsmiðja – Félagsmiðstöðin Afdrep frá kl. 14:30 – 16:30.
31. október - Sirkussmakk í íþróttahúsinu í Ólafsvík.
1. nóvember - Litadýrð Jökulsins – Félagsmiðstöðin Afdrep frá kl. 13:00 – 15:00.
1. nóvember - Tónlistarsmiðja – Félagsmiðstöðin Afdrep frá kl. 13:00 – 15:00.
2. nóvember - Bókaútgáfusmiðja kl. 13. Félagsmiðstöðin Afdrep.
Búkolla á Norðurslóðum. Óperusýning fyrir leikskólabörn og yngsta stig grunnskóla í Lýsuhólsskóla. Tímasetning óákveðin.