Glæsileg dagskrá Barnamenningarhátíðar Vesturlands í Snæfellsbæ

Barnamenningarhátíð Vesturlands (Barnó - Best Mest Vest) stendur yfir frá 9. október - 14. nóvember 2025.

Barnó er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands, nýtur stuðnings frá Barnamenningarsjóði Íslands og hefur það aðalmarkmið að börn skapi, njóti og taki virkan þátt í fjölbreytilegum menningarviðburðum.

Hér að neðan má sjá glæsilega dagskrá Barnó í Snæfellsbæ. Vinsamlega athugið að dagskrá er auglýst með fyrirvara um breytingar og nánari lýsingu fyrir viðburði verður bætt við þegar nær dregur.

Dagskrá í Snæfellsbæ:

26. október - Tröllasmiðja í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi kl. 15:00. Snæfellsjökulsþjóðgarður. Viðburður á Facebook.

28. október - Sirkussýningin Hringleikur kl. 17 í Félagsheimilinu Klifi.

Glænýja tveggja manna sirkussýningu sem heitir Shjówmenn og fjallar um tvo trúða að takast á við lífið á sjó í gegnum sirkuslistir.

29. október - Litadýrð Jökulsins – Félagsmiðstöðin Afdrep frá kl. 16:30 – 18:00.

29. október - Tónlistarsmiðja – Félagsmiðstöðin Afdrep frá kl. 16:30 – 18:00.

30. október - Hrekkjavökuball í Grunnskóla Snæfellsbæjar fyrir nemendur á yngsta stigi og miðstigi.

30. október - Hrekkjavaka í Pakkhúsinu frá kl. 16 – 18. 

Menningarnefnd Snæfellsbæjar og Smiðjan höndum saman og umbreyta Pakkhúsinu í sannkallaðan draugabæ! Viðburður á Facebook.

30. október - Eldlistasýning við Grunnskóla Snæfellsbæjar

Húlladúllan mætir í grunnskóla Snæfellsbæjar á Hrekkjavöku 30. október með logandi eldfæri. Hún mun leika listir sínar við grunnskólann klukkan 18:10 og bjóða upp á afskaplega spennandi eldlistasýningu. Sýningin tekur 20 mínútur og er aðgangur ókeypis. 

31. október - Litadýrð Jökulsins – Félagsmiðstöðin Afdrep frá kl. 14:30 – 16:30.

31. október - Tónlistarsmiðja – Félagsmiðstöðin Afdrep frá kl. 14:30 – 16:30.

31. október - Sirkussmakk í íþróttahúsinu í Ólafsvík frá kl. 16:30 - 17:30.

Húlladúllan heimsækir íþróttahúsið í Ólafsvík föstudaginn 31. október með skemmtilega sirkussmiðju. Smiðjan er ætluð 12 ára og yngri. Við prófum nokkur skemmtileg sirkusáhöld og lærum skemmtileg sirkustrix. Smiðjan hefst klukkan 16:30 og lýkur klukkan 17:30. Aðgangur er ókeypis og það þarf ekki að skrá sig, bara mæta með góða skapið!

1. nóvember - Ljósagull í Félagsheimilinu Klifi kl. 11:00.

Ljósagull er hugljúft en spennandi ævintýri sem heillar alla fjölskylduna og hentar ungum börnum sérstaklega vel. Húlladúllan flytur frumsamið ævintýri og ljær því líf með tindrandi LED sirkusáhöldum af ýmsu tagi. Að sýningunni lokinni fá börnin að leika að ljósagullum Húlladúllunnar.

Viðburðurinn fer fram í félagsheimilinu Klif í Ólafsvík laugardaginn 1. nóvember og hefst klukkan 11:00. Sjálf sýningin tekur 15 mínútur í flutningi og leiktíminn á eftir stendur í 45 mínútur. Aðgangur er ókeypis.

 

1. nóvember - Litadýrð Jökulsins – Félagsmiðstöðin Afdrep frá kl. 13:00 – 15:00.

1. nóvember - Tónlistarsmiðja – Félagsmiðstöðin Afdrep frá kl. 13:00 – 15:00.

5. nóvember - Leitin að regnboganum frá kl. 16 - 18 í Félagsheimilinu Klifi.

Menningarnefnd stendur að þessum viðburði. Leitin að regnboganum er dans- og tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára. Viðburður á Facebook.

9. nóvember - Bókaútgáfusmiðja kl. 16. Félagsmiðstöðin Afdrep.

12. nóvember - Búkolla á Norðurslóðum. Óperusýning fyrir leikskólabörn og yngsta stig grunnskóla í Lýsuhólsskóla. Sýning verður á skólatíma.