Umhverfis- og skipulagsnefnd

197. fundur 17. desember 2025 kl. 10:30 - 13:00 Gilbakka
Nefndarmenn
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Eiríkur Böðvar Rúnarsson varaformaður
Starfsmenn
  • Matthías Páll Gunnarsson
  • Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Ritari
  • Ragnar Már Ragnarsson
  • Smári Jónas Lúðvíksson
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Endurnýjun lóðarleigusamninga á hafnarsvæði Ólafsvíkur

2509016

Lögð eru fram gögn vegna lóðarmála við Bankastræti 1 og Bankastræti 3 á hafnarsvæði Ólafsvíkur.

Samkvæmt þeim skjölum sem þinglýst eru á lóðirnar þá verður ekki annað séð en að gengið hafi verið afsali árið 1996 á 1340m2 skika úr Bankastræti 3 til þáverandi lóðarhafa Bankastrætis 1. Í framhaldi af kaupsamningnum sem lóðarhafarnir undirrituðu 29. ágúst 1996 hefur stærð lóðar Bankastrætis 1 verið leiðrétt í samræmi við söluna og er lóðin þannig í kortagrunni Snæfellsbæjar. Miðað við uppfærð kortagögn og samþykkt dsk fyrir hafnarsvæðið þá er nauðsynlegt að uppfæra lóðablöðin fyrir báðar lóðirnar og útbúa nýja lóðaleigusamninga, en gildandi lóðaleigusamningar renna út eftir 2 ár.

Umhverfis og skipulagsnefnd felur tæknideild að útbúa drög að nýjum lóðarblöðum og lóðaleigusamningum fyrir Bankastræti 1 og 3 og leggja þau fyrir næsta fund nefndarinnar.

2.Skjaldartröð - Ósk um breytta skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi

2512001

Christine Blin óskar, fyrir hönd eigenda jarðarinnar Skjaldartraðar L136307, eftir því að breyta landnotkun á jörðinni. Um er að ræða breytingu á reitum ÍÞ-1 og þeim skika þar sem voru upphaflega íbúðarhús (211-4098, 211-4099) en þar hefur verið frístundahús í allnokkur ár, ásamt hlöðu (211-4097) frá fyrri tíð. Farið er þess á leit að í skipulagi verði skilgreining landnotkunar breytt frá núverandi skilgreiningu yfir í íbúðarsvæði. Sjá nánar á meðfylgjandi korti.
Umhverfis- og skipulagsnefnd kynnt erindið og felur tæknideild að hefja samtal við landeiganda vegna óska um aðalskipulagsbreytingar.

3.Bárðarslóð 1 - Breyting á deiliskipulagi

2511010

Kjartan Sigurbjartsson hönnuður sækir fyrir hönd Hótel Arnarstapa um breytingu á deiliskipulagi fyrir Bárðarslóð 1 á Arnarstapa samkvæmt meðfylgjandi uppdrættir. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit til suðurs og aukningu á heimiliðu byggingarmagni þjónustuhúss.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um leiðréttan uppdrátt þar sem vitnað er í skipulagslög. Nefndin samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 1.mgr. 43. gr skipulagslaga 123/2010.

4.Hellisbraut 20 - Umsókn um uppsetningu fjarskiptamasturs á vesturhlið hússins

2511008

Bjarki Guðmundsson hönnuður sendir inn umsókn fyrir hönd Íslandsturna um leyfi fyrir fjarskiptasúlu utan á vesturgafl Hellisbrautar 20. Á súlunni verða loftnet til tengingar við þráðlausan samskiptabúnað íbúa og fyrirtækja á þjónustusvæði sendastaðar (Hellissandi). Stálsúlan mun ná um 4 m upp fyrir mænisás húss en hún mun verða fest á steyptan vegg við húshorn. Samþykki húseiganda liggur fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

5.Háarif 29 - Umsókn um stækkun á palli og breytingu á skjólveggjum

2511011

Lúðvík Ver Smárason sækir fyrir hönd Jóhanns Más Þórissonar um stækkun á útipalli við vesturhlið húss hans að Háarifi 29. Pallurinn mun ná út að norðurhlið hússins. Skjólgirðing verður hækkuð upp í 2 metra en til að milda hæð skjólveggjanna verður gler í efsta hluta þeirra. Hluti skjólgirðingarinnar mun þjóna sem aðstaða fyrir grill og það sem því fylgir. Sjá meðfylgjandi teikningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið og telur ekki þörf á grenndarkynningu aðliggjandi húsa þar sem skjólveggurinn hefur ekki áhrif á aðliggjandi hús og umferðaröryggi.

6.Kálfárvellir L136220 - Umsókn um endurnýju byggingarleyfis fyrir vélageymslu

2512012

Guðmundur Grétar Bjarnason sækir um endurnýjun byggingarleyfis fyrir vélarskemmu á Kálfárvöllum. Áður hafði verið búið að steypa sökkla og botnplötu og er ætlunin að klára bygginguna sem er um 12x20 að stærð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar.

7.Ennisbraut 11 - Umsókn um leyfi fyrir varmadælu við sundlaug

2512013

Matthías Páll Gunnarsson sækir fyrir hönd Snæfellsbæjar um leyfi fyrir uppsetningu varmadælu við sundlaugina í Ólafsvík að Ennisbraut 11. Varmadælan er 2x1 m að stærð að grunnfleti og 1.8 m að hæð. Varmadælan verður staðsett 2 metrum frá húsvegg við inngang inn í kjallara á norðurhlið hússins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

8.Míla - Ljósleiðari í Ólafsvík sumarið 2026

2511009

Grétar Ómarsson sækir fyrir hönd Mílu um framkvæmdarleyfi fyrir lokaáfanga í ljósleiðaravæðingu í Ólafsvík sumarið 2026. Áætlaður verktími eru 20-30 vinnudagar og er gert ráð fyrir því að hefja framkvæmdir um miðjan júlí 2026.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

9.Skólabraut 9 - Fyrirspurn um byggingarreit og útlit húss

2505078

Marís Gústaf Marísson sendir inn fyrirspurn varðandi byggingarreit og veltir fyrir sér sömuleiðis hvort hús í svipuðum stíl og Gilbakki á Hellissandi myndi ganga fyrir lóðina.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í að húsið verði í svipuðum byggingarstíl og Gilbakki, Hellissandi. Byggingarfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda varðandi byggingarreit og byggingarmagn.

10.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2025

2412010

- Húsnæði sem standast ekki öryggiskröfur

Nefndin felur byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra að kortleggja húsnæði sem ekki uppfylla öryggiskröfur og aðrar reglugerðir er varða búsetu og útleigu og leggi fyrir næsta fund ásamt verklagi hvernig skuli vinna ferlið áfram. Nefndin felur byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra einnig að senda bréf á viðkomandi húseigendur.



- Gámur í óleyfi við Norðurtanga 1

Byggingarfulltrúa falið að ræða við eigendur.



- Ólafsbraut 58

Byggingarfulltrúa falið að hafa samband við eiganda vegna framkvæmda.



- Grundarbraut 10

Byggingarfulltrúa falið að hafa samband við eiganda vegna framkvæmda.



Fundi slitið - kl. 13:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?