Leitin að regnboganum
29. október
16:15
Félagsheimilið Klif
Leitin að regnboganum er dans- og tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára.
Í tilefni Barnamenningarhátíðar Vesturlands býður menningarnefnd upp á litríka og skapandi smiðju þar sem börnin fá að upplifa ævintýraheim Regnbogalands.
Í smiðjunni fara börnin í ferðalag með litunum í leit að regnboganum – hver litur stendur fyrir dyggð eins og hugrekki, virðingu, hjálpsemi og þakklæti.
Smiðjan byggir á nýrri, íslenskri barnatónlist og vinnur með dans, hreyfingu, litir, slæður og hristur. Börnin verða virkir þátttakendur í gegnum leik og list undir handleiðslu Guðnýjar Óskar Karlsdóttur, sem leiðir þau í gegnum sögu, söng og sköpun.
Markmið smiðjunnar:
- Efla hreyfifærni, ímyndunarafl og skapandi tjáningu
- Kynna dygðir á einfaldan og skemmtilegan hátt
- Veita börnum gleðistund í öruggu og uppbyggilegu umhverfi.
Dagsetning: Miðvikudagur 29. október.
Tímasetning: Fyrir 2-3 ára börn frá kl. 16:15 - 16:55 og fyrir 4-6 ára börn frá kl. 17:15 - 18:00
Staðsetning: Félagsheimilið Klif
Í boði fyrir alla krakka á þessum aldri endurgjaldslaust.