Hvað er að frétta í ferðaþjónustunni?

Markaðsstofa Vesturlands, ásamt fulltrúum frá Broadstone, mun leggja land undir fót í næstu viku og koma víðsvegar við í landshlutanum til að hitta og eiga samtal við ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi.
 
Ætlunin er að hitta og eiga samtal við ferðaþjónustuaðila víðsvegar á Vesturlandi og kynna spennandi tæknilausnir sem fyrirtækið Broadstone hefur verið að þróa útfrá þörfum ferðaþjónustunnar. Broadstone var stofnað af aðilum úr ferðaþjónustu með það að markmiði að búa til markaðs- og söluefni sem er sérhannað fyrir ferðaþjónustu. Þau nýta myndefni og myndbrot á gagnvirkan hátt, ekki svo ósvipað tölvuleik, til þess að selja afþreyingu, hótel og áfangastaði ferðaþjónustu. Þau eru að vinna að markaðs- og söluefni fyrir Vesturland í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands og ferðaþjónustufyrirtæki. Þau munu kynna sínar lausnir og samstarfið á fundunum.
 

Fundurinn er opinn og öll velkomin.

Hér er hlekkur á viðburð á Facebook.

Getum við bætt efni þessarar síðu?