Bókaútgáfusmiðja - Barnó

Hefur þú áhuga á bókum? Finnst þér gaman að skrifa sögur? Hefurðu velt því fyrir þér hvernig bókakápur verða til? Finnst þér áhugavert að sjá tómt blað verða að einhverju áþreifanlegu? Teiknarðu? Ertu með auga fyrir smáatriðum eða ertu meira að spá í stóru myndinni?

Í bókaútgáfusmiðjunni fer Marta yfir allskonar fróðleik um bókaútgáfu og leggur fyrir nokkur verkefni. Smiðjan hentar öllum krökkum sem hafa áhuga á sköpun. ***Barnamenningarhátíð Vesturlands - Barnó - best, mest, vest!***

Nánar: Viðburður á Facebook

Getum við bætt efni þessarar síðu?