Lýsing og matslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags frístundabyggðar á landi Ölkeldu

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum 9. nóvember 2023 lýsingu og matslýsing fyrir gerð deiliskipulags vegna frístundabyggðar á landi Ölkeldu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið er innan frístundabyggðar F-4 í gildandi aðalskipulagi en þar eru tvö eldri frístundahús. Gert er ráð fyrir að á umræddum reit verði sjö nýjar frístundalóðir skipulagðar á landi Ölkeldu, þannig að þar verði í heildina níu frístundalóðir. Nýjar lóðir verði að lágmarki 3.000 fermetrar, húsin verði lágreist og að hámarki 140 fermetrar að stærð.

Hægt er að skoða lýsinguna á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir málsnúmeri: 947/2023. Á tæknideild Snæfellsbæjar er hægt að fá kynningu á lýsingu og matslýsingu eftir nánara samkomulagi.

Umsagnaraðilum og þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir og/eða umsagnir vegna lýsingar fyrirhugaðs deiliskipulags til og með 5. janúar 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast inn á www.skipulagsgatt.is á málsnúmer: 947/2023.

Ragnar Már Ragnarsson

Forstöðumaður tæknideildar Snæfellsbæjar