Sinfó í sundi - sundlaugin í Ólafsvík
29. ágúst
20:00
Sundlaugin í Ólafsvík
Föstudaginn 29. ágúst kl. 20:00 verður boðið til notalegrar tónlistarupplifunar í sundlauginni í Ólafsvík þegar sundlaugargestir geta hlustað á beina útsendingu frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Kaffi og notaleg stemning í boði.
Viðburðurinn er hluti af 75 ára afmælishátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands og felur í sér beina útsendingu á Rás 1 frá stórtónleikunum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Klassíkin okkar.
Áherslan í efnisskrá tónleikanna að þessu sinni verður á fjölbreyttan söng. Einsöngvarar eru Dísella Lárusdóttir, Eggert Reginn Kjartansson, GDRN, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Pálmi Gunnarsson, Rebekka Blöndal og Valdimar Guðmundsson. Söngsveitin Fílharmónía mun einnig taka lagið. Það er Bjarni Frímann Bjarnason sem heldur um tónsprotann og kynnar eru Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson.
Góða skemmtun.