Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur

Á fjölda heimila í Snæfellsbæ koma jólin ekki fyrr en farið hefur verið á árleg leikfangahappdrætti Lionsklúbbanna. Leikfangahappdrættin eru ávallt vel sótt enda veglegir vinningar í boði og mikil tilhlökkun hjá yngri kynslóðinni ár hvert.

Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur verður að vanda á aðfangadag og hefst kl. 11:00 í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Happdrættismiðar eru seldir í Versluninni Hrund, Voot, Sjoppunni og Kassanum.

Getum við bætt efni þessarar síðu?