Bæjarstjórnarfundur 7. maí 2024

Vakin er athygli á því að 381. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 7. maí 2024 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2023. Seinni umræða. Endurskoðendur mæta á fundinn.
  2. Kynning á skýrslu um slökkvilið. Haraldur L. Haraldsson mætir á fundinn í gegnum Teams.
  3. Fundargerð 348. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 23. apríl 2024.
  4. Fundargerð 146. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 29. apríl 2024.
  5. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 9. febrúar og 16. mars 2024.
  6. Fundargerð 224. fundar menningarnefndar, dags. 16. janúar 2024.
  7. Fundargerð 17. fundar öldungaráðs, dags. 8. apríl 2024.
  8. Fundargerð 182. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 3. maí 2024.
  9. Bréf frá forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 26. mars 2024, varðandi stofnun barnaverndarþjónustu Vesturlands - síðari umræða.
  10. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Snæfellsbæ - fyrri umræða.
  11. Þakkarbréf frá HSH, dags. 11. apríl 2024.
  12. Ársskýrsla Nýsköpunarnets Vesturlands ses., 2023-2024.
  13. Endurskoðun á gjaldskrám Snæfellsbæjar árið 2024.
  14. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 3. maí 2024

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri